Wednesday, March 26, 2003

Blogg frá Bagdad
Ef þú vilt lesa um hvernig stríðið er í Bagdad, frá Bagdad en ekki eitthvern áróður sem litli búss og klaufa bler láta mata ofaní mann þá er hægt að lesa Where is Raed ? bloggsíðuna beint frá Bagdad.

Trúir þú annars því að þeir hafi sprengt sjónvarpsstöðina í loftupp til að koma í veg fyrir að Saddam geti stjórnað hernum sínum í gegnum sjónvarpsstöð? A.m.k. ekki ég. Það eru nefnilega til svona talstöðvar og alls konar dót til að hafa samband við herkaddla. Hefur til dæmis einhverjum dottið í hug að litli búss sé að stjórna herköddlunum sínum í gegnum CNN? Nei, maður notar áróðursmaskínu eins og sjónvarp til að stjórna almenningi. Og þá ekki gott að sjónvarpið í Írak sé alltaf að sýna einhverja niðurskotnar þyrlur og flugvélar eða fangelsaða hermenn (sem er reyndar víst kolólöglegur stríðsglæpur, annars einkennilegt að einn herkaddl má skjóta annan í hausinn eins og honum sýnist en ef hann skýtur hann bara í fótinn og tekur hann svo fastan þá er stríðsglæpur og ógeðslegt athæfi að taka af honum mynd).

En reyndar til að einhver fari ekki að halda eitthvað annað þá er ég líka sannfærður um það að Saddam sé bölvaður einræðisherra sem þurfi að koma frá völdum en tilgangurinn getur bara ekki helgað hvaða meðal sem er.


No comments: