Sunday, March 30, 2003

Að kveða niður partýhaldara
Já ég er gamall. Gamall maður sem er ekkert fyrir partý og skemmtanahald lengur. Og eins og þeir sem þekkja mig vita þá hef ég aldrei verið neitt fyrir partý eða djamm af neinu tagi. Fer yfirleit fyrstur heim þá sjaldan sem ég fer eitthvað. Þess vegna hef ég átt ákaflega erfitt með að þola hann nágranna minn á neðri hæðinni, þann partýóða.

Þegar ég flutti þangað sem ég bý varð ég ákaflega glaður yfir því hvað öll íbúðin virtist vera vel hljóðeinangruð. Ég varð bara ekkert var við nágrannana mína. Var meira að segja farinn að halda að það byggi bara enginn annar í öllu húsinu. Stundum heyrði ég reyndar óm af mússík þegar ég gekk fram hjá dyrunum inn til hans granna míns á neðri hæðinni. Mér hafði jú verið sagt að þetta væri allt mjög rólegt fólk sem byggi þarna þannig að þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Ekki nema svona 2-3 partý á ári, þ.e. svona alvöru partý og svona helmingurinn af þeim á ábyrgð þess sem flutti út þegar ég flutti inn.

Ég var því alveg sæll og glaður fyrsta árið. Eitt partý sem ég man eftir fyrsta árið mitt.

Síðan gerðust ósköpin. Hann granni minn á neðri hæðinni flutti burt og hann nýi granni minn kom í staðinn, sá partýóði sko.

Sumum finnst ég kannski bara vera gamall nöldrari og það má vel vera en maður á bara að segja eins og manni finnst. Mér finnst nefnilega sko er að:


Partý eiga ekki að vera alltaf um allar helgar.

Partýum á að ljúka áður en þeir fara á fætur sem eru ekki í partýi

Partý milli kl. 6 og 8 á morgnanna á virkum dögum eiga að vera bönnuð

Partý sem hefst kl. 9 á föstudagskvöldi á að vera lokið í síðastalagi kl. 9 morguninn eftir.

Partý eiga ekki að vera það hávær að eyrnatappar virki ekki til að losna við hávaðann

Partý sem eru um hádegisbil á laugardegi eiga ekki að vera það hávær að maður heyri í 50 metra fjarlægð að það sé brjálað partý í húsinu.


Eflaust finnst flestum ég bara vera alveg ferlega gamaldags en mér finnst bara að hávær partý eigi bara að vera aðallega um helgar og þau eigi ekki að halda fyrir mér vöku þegar þeir sem eru ekki í partýi eru að fara á fæturog og sjálfum leiðist mér að vera t.d. að fara á skíði eða út í bakarý svona undir hádegi á laugardegi og ég eiga von á einhverjum að koma eða fara úr partýi, einhverjum sem er búinn að vera að djamma í meira en hálfan til heilan sólarhring og því í ástandi eftir því.

Jæja en í gærkveldi gerðust undur og stórmerki. Partýið sem hófst um kvöldmatarleitið á föstudaginn og var ennþá í fullum gangi um kvöldmatarleitið daginn eftir, þ.e. í gæarköldi (reyndar með alveg þokkalegu vopnahléi í kringum miðnætti á föstudagskvölædinu) fór sem sagt að fara í taugarnar á mér. Rifjaðist þá upp fyrir mér að það heyrist svolítið mikið niður í gegnum parketið hjá mér í íbúðina fyrir neðan. Tók ég sem sagt nokkur villt steppspor á gólfinu hjá mér, reyndar var þetta nú frekar eins og hipphopp en hvað um það. Þau undur og stórmerki gerðust þá að tónlistin þagnaði með það sama og er bara búin að vera alveg innan allra skynsamlegra marka síðan. Seinustu nótt fékk ég meira að segja almennilegan nætursvefn án þess að nota eyrnatappa.

Verður núna spennandi að sjá fyrir mig hvort þetta tóksta að ráða niðurlögum partýdýrsins eða hvort það gengur aftur um næstu helgi eða jafnvel fyrr, sem ég óttast eiginlega enn meira.

Ég er annars að velta fyrir mér hvort það sé í alvörunni hægt að djamma alveg á trilljón í meira en heilan sólahring og nota bara löglegt bús. Ég dreg það eiginlega verulega í efa. Kannski losna ég við þetta í eitt skipti fyrir öll með að hringja bara í 112. Það er kannski lausnsin.

En við bíðum og sjáum hvað setur.


PS: Fyrir þá sem telja þetta frekar ótrúlegt partýúthald þá skal játað að ég er nú aðeins að ýkja en ekki mjög mikið. Bara smá.

Og næsta blogg um hann elskulega granna minn verður um hundinn hans. Gott að hafa svona nágranna til að geta bloggað um. Ætli hann lesi þetta?


No comments: