Thursday, March 20, 2003

Stundum verður maður undrandi á fréttaflutningi
Ég er vanur því að þegar eitthvert íþróttamótið er að byrja þá komi kynningar í sjónvarpinu nokkrum dögum áður en mótið hefst og fram kemur hvenær hvaða leikir verða sýndir og hvenær hápunktur mótsins verður. Svona þannig að maður viti hvenær maður á að hafa kveikt á imbanum til til fylgjast með strákunum okkar eða hvað það heitir. Svo lýlur þessum kynningum með upptalningu á valinkunnum fyrirtækjum sem hafa tekið að sér að styrkja herlegheitin.

Í þessari viku er greinilega nýtt mót að byrja og er það greinilega algjört stórmót. Sýnt er beint í gegnum erlendar stöðvar á nóttunni og síðan sérstakar íslenskar útsendingar í hádeginu og líka á morgnanna til að fara yfir mörkin sem voru skoðuð fyrr um nóttina. Eini munurinn er sá að það er ekki nein upptalning á blessuðum styrktaraðilunum. Mér finnst eiginleg að það sé verið að hlunnfara Kanana, Bretana, Ástralana og Danina. Þeir eru sko aðalstyrktaraðilar. Síðan eru minni spámenn eins og Íslendingar, Japanir og Pólverjar helst nefndir sem meðstyrktaraðilar.

Mér er eiginlega spurn, fékk RUV senda dagskrá stríðsins frá honum Litla Búss? Þetta er þvílík endemis snilldartímasetning á dagskrá hjá sjónvarpinu að eina ferðina enn verður maður bara stoltur af því að vera íslendingur og geta fylgst svona vel með strákunum okkar!

SKAMMISTYKKAR

No comments: