Wednesday, March 26, 2003

Fyndið að rekast á upphafstilraun manns með blogg
Var eitthvað að skoða bookmarkslistann hjá mér [já það er svona sem er upprunnið í Netscape og heitir Favorits hjá herra Gates] og rakst ég ekki á upphaflegu bloggtilraunina mína sem var gerð í desember í fyrra. Ég verð nú eiginlega að segja [þó ég segi sjálfur frá] að mér hefur farið fram eins og þessi færsla hérna ber held ég glögglega með sér:


Monday, December 02, 2002

Monday, December 02, 2002
Fór í bæinn, enda ekki langt að fara. Labbaði bæði upp og niður laugaveginn í öfugri röð.
3:05 PM

Saturday, November 23, 2002
Eitthvað bara að prófa, er þetta ekki algjör vitleysa????

hmmmmmm......
4:51 PM
posted by Laggi him self at 23:33

Einhvern veginn held ég að ég myndi ekki láta þetta fara á bloggið mitt núna, nema þá til að gera grín að sjálfum mér eins og mér lætur reyndar best að gera.

Það er síðan dálítið fáránlegt að ég hef ekki lengur hugmynd um hvernig ég á að komast inn á þessa síðu og held meira að segja að ég hafi gert heiðarlega tilraun til að eyða henni einhvern tíman en greinilega mistekist. Þarna fær þessi síða sem sagt að dúsa núna mér til háðungar þangað til Hr. Blogger.com tekur eftir því að það er eitthvað frekar lítið að gerast á þessari síðu.

Annars er bara gaman að eiga einhvers staðar svona gamalt drasl eftir sig. Sérstaklega þegar í hlut á einhver eins og ég sem er með söfnunarástríðu á hæsta stigi. Almennt get ég safnað öllu, jafnvel gömlum vefsíðum. Finnst reyndar verst að ég finn hvergi nokkurns staðar tangur né tetur af upphaflegu heimasíðunni minni sem ég baukaði saman fyrir næstum átta árum síðan. Var hún reyndar svo skrautleg að einn kunningi minn staðhæfði að ég þyrfti að fá mér sálfræðiaðstoð, það væri greinilega eitthvað mikið að. Ég fór náttúrlega ekkert eftir því en færðist allur í aukana þegar ég fékk það komment frá konunni hans að ég væri ótrúlegur, gæti jafnvel bullað meira á lyklaborði en með munninum og væri þá mikið sagt.

Annars meira um þessa söfnunarástríðu mína. Líklega hefur söfnunarástríðan á tölvusviðinu gengið lengst hjá mér þegar ég var farinn að safna tölvuvírusum á diskettum. Átti diskettur smitaðar af hinum og þessum óþverranum sem ég hafði rekist á. Ofbauð þá sumum ef ekki flestum. Held annars að ég lumi einhvers staðar ennþá á þessum vírusum. Gæti verið "spennandi" að prófa þá á Win2000!

En þessi bloggfærsla sem þú hefur væntanlega lesið ef þú ert enn að lesa er skv. nýjustu tísku í íslensku bloggi, þ.e. sjálfkverf og fjallar mest megnis um sjálfa sig og bloggið sjálft.

No comments: