Mmmmm takk leynivinur
Einmitt það sem mig vantaði í morgun, sykurlaust (til að ég verði ekki feitur) rautt ópal (til að ég verði ekki andfúll) og blá servíetturós (til að ég verði svaðalega hamingjusamur).
Takk ástin
En núna verð ég að bretta upp á ermarnar á stuttermabolnum og gera eitthvað fyrir mitt fórnarlamb. Verst að mér sýnist að allir séu að gera eittvað voðalega fallegt og gott fyrir sína leynivini. Ég sem ætlaði að nota þetta sem einstakt hrekkjalómatækifæri!
Fyrir þá sem ekki vita, hvað er þetta leynivinaruggl eiginlega?
Jú hér í vinnunni minni erum við að skiptast á um að gleðja hvert annað á mismunandi hátt áður en við förum á árshátíðina í Köben um helgina. Hefur því hver starfsmaður fengið úthlutað sínum sérstaka leynivini.
No comments:
Post a Comment