Saturday, March 01, 2003

Finnska og íslenska!
Alveg eru þessi tungumál ótrúlega lík. T.d. er ekki alveg rökrétt að laugardagur sé sama og lauantai?

Og hljómar ekki maanantai í raun alveg eins og mánudagur? Þetta hljómar a.m.k. svo líkt að ég hirði ekki einu sinni um að athuga hvort maanantai geti verið einhver annar dagur, það kemur bara bókstaflega ekki til greina. Reyndar hljómar perjantai ekkert sérlega líkt föstudegi en það stafar örugglega af því að flöskudagurinn er eitthvað kjarnmeiri hjá Finnunum en okkur mörlandanum

No comments: