Tuesday, March 25, 2003

Grín dagsins
Grín dagsins er í boði Stínu og Stínu!

Farþegar í flugvél nokkurri voru að bíða eftir að vélin færi þegar tveir menn, í flugstjórabúningum og með sólgleraugu, koma gangandi eftir gangi vélarinnar. Annar þeirra með blindrastaf og hinn með blindrahund.

Vandræðalegur hræðsluhlátur kvisast um vélina þegar mennirnir fara inn í flugstjórnarklefann og loka á eftir sér. Síðan fara vélarnar í gang og flugvélin byrjar að gera sig klára fyrir flugtak.

Farþegararnir eru farnir að skima í kringum sig og bíða eftir að einhver komi og segi að þetta sé bara grín, þegar vélin gefur í og fer hraðar og hraðar en virðist ekkert vera á leiðinni í loftið. Þegar farþegarnir átta sig á því að þau stefna beint í stöðuvatn við enda brautarinnar í stað þess að taka á loft byrjar allir að öskra í hræðslukasti, en einmitt þá tekur vélin sig mjúklega á loft eins og ekkert sé.

Inn í flugstjórnarklefanum segir aðstoðarflugmaðurinn við aðalflugmanninn: "Veistu Binni! Einn góðan veðurdag eiga þau eftir að öskra of seint... og við deyjum öll!"

No comments: