Ég elska kaffi og líka fólk ...
... sem spyr mig í forundran þegar ég er að hella sterkasta kaffinu sem fyrirfinnst í húsinu hvort ég sé virkilega farinn að drekka kaffi. Ég sem drekk bara svona 10 - 20 bolla á dag og fikta í stillingunum á kaffivélinni þangað til sterkasta kaffið kemur í bollann minn. Er e.t.v. eini starfsmaðurinn sem drekkur bara litla bolla (þá verður það sko sterkast) og er líklega einn af örfáum sem drekkur heima hjá sér bara eðalkaffi frá Kaffitári.
Um jólin þá kom ég með pressukönuna mína og hellti upp á alöru kaffi eins og á að hella upp á alvöru kaffi (a.m.k. úr pressukönnu). Ein sem hafði unnið á kaffihúsi vildi meina að það ætti að nota svona 2/3 því kaffimagni sem ég vildi nota (skýrir bragðið af kaffinu á sumum kaffihúsum. Þeir síðan sem drukku mitt eðalkaffi lýstu því yfir að þeir myndu ekki sofna fyrr en eftir svona eina viku til tvær!
Þá er það náttúrulega frábært að fólk álíti mig svo yfirmáta heilsusamlegan að það geti ekki staðist að ég drekki kaffi (væntanlega hvað þá göróttari drykki en það). Eða kannski er það bara fáránlegt.
No comments:
Post a Comment