Saturday, March 01, 2003

Er að hugsa, hvurn fjárann á ég að kjósa í vor?


x-D? Nei, það er komið nóg af bláu bláu höndinni í íslensku þjóðfélagi

x-S? Samfylkinging? Nei, eftir að Ingibjörg gat ekki lufsast til að vera á móti Kárahnúkavirkjun í borgarstjórn þá er bara óhugsandi að krossa við hana, er sko í kjördæminu hennar

x-V? Eru annars ekki vinstri grænir með x-V? Erlíklega skársti valkosturinn þar sem þeir eru sammála mér í því sem ég hef mesta skoðun á en það er eiginlega bara ekki nóg að vera sammála þeim í bara einu máli, þ.e. virkjanamálum og kannski umhverfismálum. Held síðan að ég hafi misst allt álit á þeim þegar þeir voru bara yfir sig ánægðir með gatið sem á að gera á Siglufirði og töldu atvinnubótavinnu út um víðan völl vera einhverja atvinnuuppbyggingu. Af hverju eru ekki til hægri grænir?

x-F? Kannski ekki alveg galið en samt, myndi aldrei fara að kjósa leifarnar af Sverri Hermannssyni

x-B? Framsókn? Nei það þarf nú ekkert að ræða það. Flokkurinn samanstendu af einhverri fornaldar bændarómantík frá fyrri hluta seinustu aldar og einhverjum nútíma umhverfisfasisma sem gengur út á það að virkja hverja sprænu og skeyta ekki um neitt

x-??Ætli ég endi ekki á því að kjósa eitthvert grínframboð eða bara skila auðu. Þetta eru hvort sem er allt saman algjörir asnar.

Ef ég er að gleyma einhverjum máttu alveg láta mig vita. það gæti kannski verði sá sem ég gæti kosið eftir allt saman.


No comments: