Tuesday, August 26, 2003

En æji það sem ég ætlaði að blogga um...
... áðan...

Það var líklega eitthvað um Káranhúkavitleysuna. Fattaði það þegar ég kíkti á Röggubloggið.

Sko, það var þetta með aðbúnaðinn á kaddlagreyjunum þarna uppfrá sem eru að burra á stórutrukkunum, grafa stóruskurðina og grafa löngugöngin. Þegar ítalskt verktakafyrirtæki bíður lang lægst, ítalskt verktakafyrirtæki sem hefur aðallega unnið fyrir þriðjaheims ríki, ítalskt verktakafyrirtæki sem er frægt fyrir mútustarfsemi út um allan heim [... les þriðjaheiminn...] (ef þetta er eitthvað misminni hjá mér um þetta verktakafyrirtæki þá má leiðrétta mig) við hverju búast menn þá. Er það ekki örugglega ávísun á vandræði í allri framkvæmdinni.

Þetta er líka einhvern veginn allt eins og hjá þriðja heims ríki. Ríkisstjórnin stendur fyrir þessu sem einhverju byggðastefnumáli. Hálft hagkerfið er lagt undir. Þetta er hefðbundin frumvinnsla, eins konar námagröftur og öll frekari vinnsla og framleiðsla fer fram annars staðar [ ... les vesturlönd ...]. Þetta er framkvæmd sem hefur veruleg umhverfisáhrif í för með sér að mati skipulagsyfirvalda en samt ákveður ráðherra umhverfismála að ráðast í framkvæmdina. Og svo væri bara hægt að halda áfram út í hið óendanlega.

Það kæmi mér eiginlega ekkert á óvart að þegar þetta ítalska verktakafyrirtæki ákvað að bjóða í þá hafi þeir kanað hvaða lög og reglur gilda um vinnumarkaðinn hjá svona hefðbundnu þriðjaheimsríki, eyju í Atlantshafinu og þeim hafi þá fundist nærtækast að skoða Grænhöfðaeyjar. Þar hafa þeir þá komist að því að á svona eyjum lifðu bara hefðbundnir molbúar, sem hægt er að fara með nokkurn veginn eins og þeim sjálfum sýnist.

Annars eitt sem ég heyrði sem mér finnst merkilegt og annað sem ég sá sem mér finns stórundarlegt.

Þegar ég var í minni frábæru pílagrímsferð upp við væntanlegt Hálslón þá var auðvitað ekki hægt að komast hjá því að sjá til framkvæmdanna og ég gat ekki séð annað en að allir stóru trukkarnir væru eingöngu í því að koma upp vinnubúðum. Sem þýðir að þrátt fyrir að hafa ekki gert neitt annað en að vera að búa til aðstöðu fyrir þá sjálfa þá tókst það ekki. Ef það er raunverulegar raunin þá fer ég að hafa verulegar áhyggjur af þessari milljón sem ég verð skuldsettur út af þessari virkjun.

Það sem ég síðan heyrði var að þegar einhver seinni áfangi eða hluti framkvæmdanna var boðinn út þá hafi sá ítalski verið búinn að kynnast því hvernig staðið er að aðbúnaði, launagreiðslum og öðru á íslandi og þá hafi hann boðið hæst af öllum. Bendir a.m.k. einhvern veginn til þess að hann hafi eitthvað vanmetið þetta þarna í upphafi! Styður þessa þriðjaheims kenningu mína.

En kannski er þetta bara bull og vitleysa hjá mér...... vonandi ?

No comments: