Saturday, August 16, 2003

Menningarnótt, taka 2
Jæja þá var farið í bæinn. Ragga kom og við fórum niður á Laugaveg. Ekki langt reyndar að fara eiginlega ekkert að fara. Byrjuðum á Laugavegi 136. Þar var boðið upp á brauðveislu og Þórhildur fékk að leggja sig. Síðan kaffi og kaka. Ja reyndar mismikið kaffi fyrir mismunandi fólk.

Á Hlemmi átti að vera dagskrá og var hún líklega en bara búin. Örkuðum áfram niður Laugaveginn, sáum hitt og þetta og fullt af fólki. Var reyndar á höttunum eftir regnhlíf en regnhlífarbúðirnar voru ýmis lokaðar eða týndar / horfnar.....

Hittum Ralldiggni og Kristján fyrir utan Dressmann. Fórumá ágæta tónleika í Hinu húsinu en þeir voru reyndar næstum búnir. Steini hans Gunnars að spila með félögum sínum. Svaka flott. Gunnar og Elín að sjálfsögðu að hlusta. Sigga Vala sólbrún og ennþá sætari með systur sinni úr iðnskólanum á hæðinni fyrir ofan. Held að hún hafi lagt bílnum sínum heima hjá mér. Hefði bara ætti bara að koma í mat til mín, en ætli það verði úr þessu.....

Þórhildur gerðist eitthvað óróleg þanngi að úr varð að ég arkaði uppeftir og sótti bílinn. Hitti Hrein forstjóra sem hafði verið í golfi þegar ég var að skauta í rigningunni.

Kom á bílnum og Ragga fór heim. Hringdi í Gunna og hann var farinn heim. Hringdi í Ralldiggni og hún var farin heim... til Kirstjáns. Errðanú!!!

Ætlaði á Klúsilíusarstofutónleika en það var náttlega allt orðið fullt. Alveg ómulegt.

Rölti þá bara upp á minn Laugaveg. Sá alls kyns töfrabrögð og furðulegheit. Mætti Elínu úr Sól/FÍ sem heilsaði mér en þekkti mig kannski ekki neitt. Forðaði sér amk bara í burtu. Mætti meirasegja Herdísi Hvirfilbyl á arki niður Laugaveginn. Ótrúlegt að allir séu alltaf einir að mæta öðrum einum. Hvað um það.

Man ekki hvort ég mætti fleirum sem ég sá og þekkti. Örugglega sá mig fullt af fólki sem ég þekki en sá ekki. Enda fáir eins viðutan og ég þegar kemur að því að þekkja fólka.

Jú, hvernig læt ég, auðvitað mætti ég þarna einhvers staðar henni Boggu. Með barnavagn og allt en sá engann kaddl. Annað hvort á hún þá engan kaddl bara baddn eða ekki nógu góðan kaddl.... nema hann hafi verið einhvers staðar annars staðar að hneppa mikilvægum hnöppum. Nú nema hún hafi verið að passa fyrir brójann sinn.......... fyndið er örglega viss um að fæst af þessu fólki les nokkurn tíman bloggið mitt, ja nema kannski Herdís kannski einu sinni eða tvisvar / Stína getur þá amk sagt henni frá því.... og jú Sigga Vala, einhvern veginn hef ég hana grunaða um að rekast hingað inn af og til. Stína getur þá amk sagt henn bara frá því líka..... En Bogga.... ja, það geta þá ekkert alli frétt af því að þeir hafi verið á blogginu mínu...... Eða Elín frá FÍ..... held að hún hafi varla vitað hverjum hún var að heilsa hmmmmm ............ æji, hellti smá bjór niður á bröndóttu skyrtuna mína ..... en það var svo sem allt í lagi þar sem þetta var ekki Guinnes bjór.......... æji, maður á ekki að blogga eftir svona marga bjóra. Þetta er nefnilega skrifað eftir það sem á eftir að koma og verður "Menningarnótt taka 3"............... en það er gaman að þessu anyway.......... er meirasegja að hugsa um að skoða bæinn aftur. Enda auðvelt þegar maður á heima á Hlemmi eins og hinir r........... nei bara bull.....

Endaði svo á því að elda minn gúrme kjúkling handa mér einum .... Já fyrir þá sem hafa smakkað þá vita þeir að það er algjör synd að borða þannig eða jafnvel elda þannig einn .....

Jæja, ég fæ amk gott að borða.

Síðan er það að rölta í bæinn aftur og skoða flúeldasýninguna a.m.k.

No comments: