Fríið búið í bili og bara kominn aftur í vinnuna!
Tók þessa undarlegu ákvörðun í gærkveldi að skrönglast í vinnuna degi áður en ég ætlaði að klára fríið mitt. Ágætt að byrja aftur á föstudegi til að það dembist ekki heil vika yfir mann í einu eftir mánaðarlangt sumarfrí. Þarf líka að eiga eitthvað inni fyrir þessum hjólatúr til Frans ef af verður.
Komst annars að því mér til mikillar undrunar þegar ég var að fara í hefðbundnari föt sem tengjast meira vinnu en fríi að ég hef líklega náð að horast niður í fríinu. Fólk gerðist meira að segja svo óforskammað að minnast á þetta þegar ég mætti í morgun. Ojamm þaldénú. Best að fara að gera eitthvað!
No comments:
Post a Comment