Saturday, August 23, 2003

Frábær jarðskjálfti í beinni
Var nú reyndar bara sofnaður en rumskaði samt eitthvað og var svo edilánsheppinn að vera sæmilega vakandi þegar allt fór að hristast og skjálf klukkan tvö í nótt. Eins og góðum nörd sæmir þá kvekti ég á tölvunni til að skoða eitthvað en sá náttúrlega að það var ekkert komið um þetta þannig að ég nennti ekki að nördast mikið og hlustaði bara á lagið í útvarpinu..... linkurinn hérna fyrir ofan tengist mér sko ekki neitt nema að hann er hrein snilld!

Svo kom einhver ábúðarmikil rödd og sagði að það hefði orðið jarðskjálfti. Fólk væri beðið um að halda ró sinni minnir mig og það myndu koma frekari fréttir af skjálftanum eins fljótt og auðið væri.

Síðan kom önnur ekki síður alvarleg rödd sem sagði mér að klæða mig í hlý föt og fara svo að rispa útvarpstækið mitt til að geta fundið aftur gömlu góðu gufuna sem er sko algjört möst við svona aðstæður. Ég reyndar klæddi mig eitthvað þannig að ég yrði ekki mjög ósiðsamlega klæddur þegar björgunarmennirnir myndu finna af mér hræið en fann ekki alveg út úr því hvar ég ætti að rispa útvarpstækið mitt. Þegar þessi ofurrólega rödd var búin að fara með rulluna sína 6 sinnum á sama tilbreytingarlausa mátann þá varð ég bara að slökkva áður en ég myndi sofna.

Rifjaði reyndar upp hvernig þetta var á þjóðhátíðardaginn þegar RUV gerði á sig og hélt bara áfram íþróttalýsingum á meðan þjóðin beið milli vonar og ótta. Hefði kannski bara verið betra að gera ekkert hjá þeim. Ef ég hefði verið kraminn einhvers staðar undir föllnum vegg og þurft að hlusta aftur og aftur og aftur á lýsinguna þeirra þá hefði ég líklegast drepist nokkuð hratt úr leiðindum.

No comments: