Wednesday, August 20, 2003

Meira um hvalveiðarnar til að svara Stínu...

Mér leiðist eiginlega allt við þetta mál frá upphafi til enda fyrir utan það að mér finnst hvalkjöt ágætt.


Mér leiddist upphaflega að við skildum hætta að veiða hval.

Mér leiddist að við skildum hætta í Hvalveiðiráðinu.

Mér leiddist að við værum að hálfpartinn troða okkur í það aftur með einhverjum kjánalegum fyrirvörum.

Mér leiðist það að eitthvað fólk (ekkert sérstaklega pabbi Stínu, veit að hann veit hvað hann syngur) sé svona ofboðslega á móti hvalveiðum án þess að hafa kynnt sér málið að neinu ráði (t.d. tel ég líklegt að flestir evrópubúar telji alla hvali vera í útrýmingarhættu og hafi ekki hugmynd um það að í gegnum tíðina hafi Íslendingar verið svona frekar skynsmir í nýtingu hvalastofna, eitthvað annað en aðrir Evrópubúar sem voru komnir langleiðina með að þurrka út suma stofnana okkar)

Og núna leiðist mér alveg óstjórnlega hvernig Hafró virðist ætla að klúðra þessu gjörsamlega frá upphafi. Banna myndatökur fjölmiðla af veiðunum. Gefa öllum þeim úti í heimi sem ekki vita hvernig hvalveiðar fara fram tækifæri til að trúa öllum einhliðaáróðri hvalverndunarsinna.

Mér leiðist alveg óstjórnlega að við séum að stunda veiðar sem við köllum vísindaveiðar og eini vísindatilgangurinn sé að athuga hvað sé í maganum á hvalnum. Ef það er ekki löngu vitað þá er það auðvitað hreinn og klár skandall vísindamannanna.

Mér leiðist að við séum að stunda vísindaveiðar þar sem einu vísindin sem ég kem almennilega auga á og geta réttlætt þessar veiðar eru annars vegar viðskiptalegs eðlis og hins vegar tæknilegs eðlis. Þ.e. (viðskiptalega) hvort við komumst upp með þetta og hvort við getum platað einhvern til að kaupa af okkur hræin og hins vegar (tæknilega) að athuga hvernig þessar nýju hvalveiðibyssur koma út. En þær ku vera einhver þau hættulegustu vopn sem hafa verið fundin upp seinustu áratugina. Eins gott að hryðjuverkamenn komast ekki yfir þau og e.t.v. er ekki lengur nein þörf á varnarliðinu hérna úr því við erum komin með þungvopnaða hvalveiðibáta.


Ég er sem sagt ekkert rosalega kátur með neitt af þessu!

Það eina sem mér finnst í áttina er að íslensk stjórnvöld mega alveg eiga það að þau eru samkvæm sjálfum sér í þessu máli að hafa eigin persónulega skoðun um það hvað telst umhverfisvernd og jákvætt umhverfislega séð. Ætli það verði ekki hægt að stunda hvalveiðar og hvalaskoðun á Hálslóni þegar það kemur. Yrði alveg dásamlegt umhverfislystaverk!

No comments: