Thursday, August 07, 2003

Þegar smáborgaraháttur minn nær hámarki
Þá skammast ég mín pínkuklítið en það gerist á haustin þegar ég laumast til að skoða tekjublað Frjálsrar verslunar. Verð auðvitað alltaf bæði jafn undrandi, svekktur og feginn að ég skuli ekki vera þarna sjálfur. Sýnist annars að ég komist aldrei inn á þennan lista því hann virðist hafa verið búinn til fyrir svona 5 til 10 árum og síðan ekki uppfærður nema svona fyrir helstu forstjóra og síðan fólk sem hefur verið eitthvað verulega á milli tannanna á fólki eins og Árni Johnsen.

Mér sýnist að flestir sem ég þekki svona sjálfur og koma þarna fram séu rangt munstraðir. Það eru helst læknar og prestar sem virðast vera á réttum stöðum enda skipta þeir yfirleitt ekkert mjög oft um starfsvettvang. Annað venjulegt fólk hins vegar að ota sínum tota það skiptir um vinnu á nokkurra ára fresti og þeim FF mönnum virðist svo sem vera alveg sama.

En núna er smáborgaramennsku minni lokið í bili og þessu hallærislega blaði lokað.

No comments: