Takk Ásdís
Það er alveg fáránlega asnalegur rauðvínspottur hérna í vinnunni minni. Þetta gengur út á það að ég þarf að fara í ríkið og versla mér eina léttvín einu sinni í mánuði. Læt síðan Gústa uppi á þriðjuhæðinni fá hana og hann lætur hana síðan ganga áfram til einhvers sem er alltaf heppnari en ég!
Ég sá hins vegar við þessu núna þegar Ásdís hét á mig þannig að ég fengi tvær flöskur ef hún myndi vinna og auðvitað vann hún. Ég fékk þannig tvær flöskur. Reyndar hét ég á hana á móti að ef ég ynni þá fengi hún tvær frá mér. En það er svo sem ekki mikil hætta á því.
Þarf núna bara að finna einhvern annan til að heita á mig í næsta mánuði. Þannig mun ég í framtíðinni alltaf fá tvær flöskur til baka fyrir þessa einu sem ég læt af hendi í hverjum mánuði. Mér sýnist að ég komist í plús einhvern tíman árið 2005 með þessu áframhaldi (sko miðað við það að þetta klikki aldrei).
No comments:
Post a Comment