Tuesday, August 12, 2003

Hundur - línuskautar - löng ól - mjór stígur: Slæmur kokkteill
Mér finnst eiginlega að þeir sem fara út að viðra hundinn sinn eigi að láta sér nægja að taka svona 80% af breidd hvers göngustígs.

Hvern skrambann á maður að gera ef maður kemur á fleigiferð á línuskautum og allt í einu er einhver rétt fyrir framan mann með hundinn sinn. Hundeigandinn náttúrlega hinn kurteisasti víkur til hliðar og fer út fyrir stíginn. Hundurinn tekur náttúrulega eiganda sinn til fyrirmyndar og víkur líka hinn kurteisasti...... en bara hinum megin út af stígnum. En eins og skáldið sagði einhvern tíman að þá er alltaf einhver leyniþráður milli manns, hests og hunds að þá er einhver spotti þarna (þó hesturinn sé sem betur fer hvergi sjáanlegur, fyrr má nú rota en dauðrota).

Reyndar slapp þetta fyrir horn núna í kvöld þegar ég brá mér á skautann en ekki um daginn. Þá varð ég bara að keyra út í móa.

En sem sagt, hundeigendur: Vinsamlegast haldið ykkur sem næst hundunum ykkar þegar þið eruð hlekkjuð við þá!

Annars er ég búinn að komast að því mér til skelfingar að það er fullt af alveg svakaflínkum línuskauturum þarna úti í mörkinni. Það var einhver hópur þarna í kvöld sem ég hafði ekki roð við og feðgar í gær sem ég rétt hékk í rassgatinu á (ath. ekki þó í bókstaflegri merkingu)

No comments: