Monday, August 25, 2003

Stundum man ég ekkert hvað ég ætlaði að blogga um
En man að það var eitthvað alveg svakalega snjallt.

Gæti svo sem alveg bloggað um það hvað ég gerði um helgina en það er samt eitthvað sem virkar alveg ferlega óspennandi í bloggheimnum finnst mér. Fór nebblega austur í Mýrdal og plantaði trjám. Jú það þarf auðvitað að gera það líka. Svaf í fyrsta sinn í litla húsinu mínu (músahúsinu) sem ég á þarna með systkinum mínum. Jú það er ákaflega líitð. Það komast ekki nema tveir fyrir inni í því. Og ef annar þarf að hugsa þá þarf hinn að fara út á meðan. Ef annar þarf að prumpa þurfa báðir að fara út á meðan. Nei það er ekkert spennandi að blogga um þetta þannig að ég geri það ekki neitt.

Síðan gæti ég líka bloggað um það þegar ég fór í Stjórnvíska grillveislu heima hjá Röggu (nei ég þekki sko margar Röggur, allar held ég að þær hafi verið með mér í Skóla en þessi sko bara í Háskóla). En það var ekkert rosalega mikið í frásögur færandi. Sérstaklega þegar ég frétti af því að fullt af vinnufélögum hefði verið boðið í grillveislu til Óla per ..... en mér ekki boðið neitt. Svakastuð og mér skilst að sumir hafi orðið sjóveikir við jarðskjálftann. Gott á Eik ...... en það er ekkert spes að blogga um sukk og vitleysu, það er eitthvað sem sumir aðrir gera reyndar bara. Svaka spennandi fyrir þá sem voru í sukkinu en frekar þreytt fyrir alla aðra.

Svo gæti ég líka alveg bloggað um pizzuna sem Ragg... nei sú heitir bara Ragnhildur en er ekkert kölluð Ragga neitt heldur í besta falli Ranka og er sko systir mín... gaf mér fyrir að bora átta göt, skrúfa álíka margar skrúfur og hengja ekki upp nema tvær gardínur. [.... og líklega nauðsynlegt að taka fram að þetta varð ekkert neitt svakalega skakkt hjá mér ... samt bara mælt með svona tuskumálbandi..... ] Það voru annars meðmæli hjá mér að ég fékk að borða laun verkamannsins áður en upphenginin var framkvæmd. Og það albesta, þegar þessi elska bíður mér í mat þá er það Dominos sem er yfirleitt étin heima hjá mér en ekki heima hjá henni!

Ég gæti síðan bloggað eitthvað svakalega persónulegt en líst ekkert á það.... Pizzuraunir, upphengjur og eitthvað svona er alveg nógu persónulegt finnst mér.... amk núna.

Ekki er síðan hagstætt fyrir mig að blogga um það sem ég geri í vinnunni því það er yfirleitt eitthvað alveg ofboðslega mikið leyndó....

Annars man ég ekki enn hvurn skrambann ég var að hugsa um að blogga en það var eitthvað alveg ferlega snjallt. Held að það hafi verið eitthvað alveg ferlega róttækt pólitíkurblogg.

En þá blogga ég bara í staðinn um DVD diskinn sem ég fékk áðan með póstinum. The Wall með Pink Floyd. Hrein snilld verður það að teljast. Stillti þetta annars svo hátt að núna fæ ég líklega partý yfir mig fljótlega frá elskulegum nágranna mínum svona í hefndarskini. Verst að hans hefningar eru framkvæmdar seinni part nætur...... En ætli þetta sé ekki bara nóg í bili af bloggrugglinu.

Er annars að hlusta á Tori Amos sem átti ammimæli í seinust viku og sem er líka hrein snilld þó hún hafi verið kennd við kerlingarlufsutónlist. Sumt fólk kann bara ekkert gott að meta.

Gæti reyndar síðan líka bloggað alveg helling um sjónvarpið mitt en það sést eiginlega ekkert. Er að velta fyri rmér hvort loftnetið hafi skekkst í jarðskjálftanum æægilega. Þarf að fara að kanna hvort það sjáist eitthvað hjá nágrönnum mínum frábærum....



Ætti síðan að fara að hætta þessu og fara frekar að lesa eitthvað af bókunum sem ég fékk í póstinum líka með DVD diskinum. Reyndar bara leiðindabækur sem háskólakennarinn ég ætlar að kenna í vetur eða nota svona eitthvað.... nei bara grín enginn háskólakennari ég heldur bara svona aðeins úti í Endurmenntun. Stundum lítur maður sko svo megastórt á sig.

En.... ef þú fattar um hvað ég ætlaði að blogga, láttu mig þá vita sem fyrst!

No comments: