......... Og nei, ég er ekki dauður, veikur, hættur að blogga eða neitt þaðan af verra þó ég hafi ekki bloggað í heila tvo daga eða hvað þetta er langt síðan ég bloggaði síðast.
Undarlegt hvað maður verður háður öllu saman. Ég hef alltaf haldið því fram að það hafi verið tóm vitleysa að hætta með sjónvarpslausu fimmtudagana og sjónvarpslausa júlímánuðinn. Hef jafnvel sagt að það ættu að vera til lög í landinu að það væri bara bannað að hafa sjónvarp á þessum tímum. En núna þegar ég stend frammi fyrir bitrum raunveruleikanum þá fer gamanið að kárna töluvert.
Það virðist nefnilega eitthvað hafa komið fyrir sjónvarpsloftnetið þar sem ég bý. Held meira að segja að það hafi gefið sig eftir jarðskjálftann. Hefur líklega ekki þolað þennan gríðarlega titring sem varð í skjálftanum. [ætli annars Viðlagasjóður borgi viðgerðina á þessu dóti?]
Út af þessu hef ég komist að því að partýhaldarinn nágranni minn er ofvirkur í meira lagi. Er búinn að vera klifrandi uppi á þaki á hverju kvöldi að fikta í loftnetsdrusslunni eða bara að taka hana niður til að fara með hana í viðgerð, sem hann gerði í gærkveldi. Er kannski ekki svo slæmur greyið. Heldur bara partý með of miklum hávaða fyrir minn smekk á vitlausum tíma sólarhringsins. Hann er meira að segja búinn að fá náðarsamlegt leyfi hjá mér til að klifra upp á svalirnar mínar þó ég sé ekki heima. Reikna reyndar með því að hann finni tíma þegar ég er ekki heima því ég sá á honum að hann blóðlangar til að fá að klifra upp allt húsið. Ég sjálfur þóttist bara vera svaka lofthræddur og ekkert geta klifrað. Held að hann hafi alveg trúaað því!
Núna er sem sagt allt sjónvarpslaust hjá mér. Get reyndar dundað mér við að horfa og hlusta á The Wall á nýja fína DVD diskinum mínum nú eða Lord of The Rings (fyrstu myndina) og er þá reyndar búinn að telja upp allar DVD myndirnar mínar. Er ekki einhver þarna úti sem á fullt af löngu áhorfðum DVD myndum sem hann er til í að lána mér. Ég skal sko ekkert horfa mjög fast þannig að þær skemmist ekki neitt!
Kannski maður fari bara í staðinn fyrir sjónvarpsglápið að gera eitthvað af þessu sem ég hef verið á leiðinni heillengi. Svona eins og kannski og til dæmis skrifa einhverja blaðagrein sem ég skulda. Er reyndar farinn að skulda tvær og bráðum þrjár. Hjálp í hverju er ég eiginlega lentur. Gæti síðan farið að dunda mér við að borga gjaldfallna reikninga í Einkabankanananum mínu en nei annars, það þýðir ekkert, klukkan er alveg að verða 9....
Vona bara að þetta fari eitthvað að lagast.
En, hey annars, það má skoða kjánalegar myndir af mér á fótologginu mínu. Er með svona syrpu með myndum af mér!
No comments:
Post a Comment