Monday, August 18, 2003

Hvað bloggar maður mikið?
Ég held að öll blogg detti stundum í það að verða sjálfhverf. Það er allt í lagi verra þegar sum blogg eru bara sjálfhverf og komast aldrei uppúr því fáránlega spólfari að fjalla um sjálf sig. Núna ætla ég að blogga sjálfhverft, en allt í lagi, bara nokkrar línur.

Hefur einhver pælt í því hvað er mikill texti í einu bloggi. Í júlímánuði bloggaði ég rúmlega 6.000 orð sem voru mynduð af um 30.000 bókstöfum (36.000 ef bilin voru meðtalin). Nei þetta er allt í lagi ég var sko í sumarfríi þennan mánuð. Var einhver að tala um að eiga ekkert líf?!

Þetta er annars ekki svo mikið því í mars þá bloggaði ég 11.400 orð sem samanstóðu af yfir 55.000 bókstöfum. Núna í ágúst er ég síðan kominn upp í rúm 5.000 orð og 25.000 stafi.

Skyldi einhver nenna að lesa allt þetta bull?

No comments: