Thursday, August 21, 2003

Dilbert á vel við í dag


Rétt upp hend sem hefur ekki fengið tölvupóst undanfarna daga eins og:

Re: That movie sem ég fékk t.d. rétt áðan "frá" eva@delta.is
eða
Re: Your application sem ég fékk "frá" fisheries@hi.is

eða
.....

hef ekki tölu á þessu lengur
og nei, fyrir þá sem ekki vita, þessir póstar tengjast að öllum líkindum ekkert efu eða fisheries, þau eru bara á einhverjum póstlistum sem ég er svo óheppinn að vera á líka.

Og á meðan ég var að skrifa þetta þá fékk ég þennan póst frá JS@isal.is


Ég er í fríi, kem til vinnu 26. ágúst. I am out of office and will be back
26.08.2003
Johann
---
Þessi tölvupóstur er eingöngu ætlaður þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun eða mistök tekur við tölvupóstinum er beðinn um að tilkynna það sendanda þegar í stað og eyða póstinum. Ef tölvupósturinn og viðhengi tengjast ekki starfsemi Alcan á Íslandi er hann á ábyrgð sendanda.

This message is intended for the named recipient only. If you have by coincidence or mistake received this e-mail please delete it and notify the sender. The sender is responsible for this e-mail and attachments if not related to the activities of Alcan Iceland.



Veit ekki alveg hvort þetta var ætlað mér en þetta er löngu hætt að vera fyndið en líklegast var þessi "ágæti" vírus að senda þessum Jóhanni póst í mínu nafni frá tölvu einhvers þriðja aðilans... eða er ekki svo.... það væri slæmt afspurnar ef tölvan mín væri sýkt af þessari óværu.

No comments: