Saturday, August 09, 2003

Íslendingar geta verið hreint hneiksli!
Skemmdir unnar á myndum Arthus-Bertrands á Austurvelli.

Reyndar var ég búinn að bíða eftir þessu. Skildi ekkert í því hvar íslenskir vangreindir skemmdarvargar væru. Sýningin fékk þó að standa þarna uppi óáreitt í alveg ótrúlega langan tíma. Kannski erum við eitthvað að þroskast.

Minnir mig líka á listaverkin sem voru sett upp við göngustiginn frá Nauthólsvík og út á Ægissíðu. Það sem er eftir er helst það sem er algjörlega óbrjótanlegt og óskemmanlegt og síðan það sem er svo lang niður í fjöru að skemmdarvargarnir hafa ekki haft nennu til að skemma það. Ætti kannski að taka mynd af Geirfuglinum þar áður en hann hverfur. Það hlýtur eiginlega að koma að því.

No comments: