Sunday, August 10, 2003

Afstaða óskast
Fyrir svona 10 árúm síðan var ég nýútskrifaður verkfræðingur og þurfti vinnu. Þá var eitt haldreipið að bíða eftir að það yrði farið að byggja þetta álver. Minnir að það álver hafi helst átt að vera á Keilisnesi eða í Eyjafirði. Man ekki til að Reyðarfjörður hafi verið sérstaklega nefndur í því sambandi. Mér var sagt á mörgum stöðum að ég fengi vinnu daginn sem ákveðið yrði að byggja þetta álver. Ekkert var ákverið byggt á þeim tíma en samt fékk ég vinnu. Ég skil svo sem ennþá þá sem hugsa eins og ég hugsaði fyrir 10 árum síðan en ég er bara alls ekki sammála þeim lengur. Það er alveg hægt að fá vinnu án þess að það komi einhver og byggi fyrir mann álver, virkjun eða eitthvað annað.

Fyrir svona 20 árum var ég alvg bit á þessum þröngsýnu mönnum út um allan heim sem virtust hafa það helsta áhugamál að koma í veg fyrir að við gætum nýtt náttúruauðlindir okkar, þ.e. blessaða hvalskepnuna. Ég áleit þetta vera borgabörn úr tengslum við náttúruna. Svona fólk sem vildi lifa í sátt við náttúruna með því meðal annars að borða ekki fallegu dýrin heldur bara pulsur, skinku og hamborgara.

Núna veit ég ekki lengur hvað ég vil. Er gæfulegt að fara að stunda hvalveiðar sem mér skilst að séu ríkisstyrktar til að byrja með. Er gæfulegt að leggja ferðamannaiðnað sem veitir fullt af fólki atvinnu í hættu? Er ekki tap á allri þessari hvalaskoðun hvort sem er? Hagnast ég [eða þú] eitthvað sérstaklega á því að Jón Loftsson í Hval hf verði ennþá ríkari? Er hann ekki nógu ríkur fyrir? Eru þetta einhverjar vísindaveiðar? Það segja reyndar vísundarnir á Hafró en ég gat ekki skynjað mjög mikla vísindahugsun í tali hrefnuveiðimanna sem voru að brýna skutlana á meðan talað var við þá í útvarpinu. Þeir voru bara vissir um að þessar takmörkuðu veiðar núna væru undanfari þess að það yrði farið að veiða hval sem aldrei fyrr.

Þannig að afstaða óskast sem fyrst. Mér leiðist að vera hlutlaus!

No comments: