Hægsteiktur kjúklingur í matinn
Er að átta mig á mjög alvarlegum galla við eldamennsku á hægsteiktum kjúklingi. Það tekur frekar svona hroðalega langan tíma að elda hann. Fyrst tvo tíma og síðan svona hálftíma til viðbótar. Ég verð líklega dauður úr hugnri áður og þeir sem áttu að borða hann með mér eru löngu búnir að fara út í pulsuvagn eða eitthvað. Svona er ranglæti heimsins. Kannski ætti maður bara að byrja fyrr á þessu. Nú eða bara panta pizzu eins og ég gerði í fyrragær.
No comments:
Post a Comment