Sunday, August 17, 2003

Ætti kannski að fara að stunda áhættuminna sport
Ákvað að láta ekki deigan síga og drífa mig á línuskauta aftur eftir byltur gærdagsins. Gekk ágætlega þangað til ég átti svona 100 m eftir. Var þá ekki einhver kaddl auli (svona á mínum aldri) þarna gangangi og gengur bara allt í einu þvert yfir stíginn og beint fyrir mig. Ég út í mölina á rassinn. Buxurnar rifnar og er ég núna að verða kominn með samhverf línuskautameiðsli. Er álíka blóðrisa og bólginn hægra meginn og vinstra meginn!

Held að ég fari að snúa mér að skák eða bridds..........


Já og PS: Er búinn að setja inn nokkrar menningarnæturmyndir.


No comments: