Fór í bæinn aftur eftir kjúklingaátið og kíkti á eldmeistarann. Þar mátti að sjálfsögðu ganga frá því vísu að hinn mikli eldhugi bróðir minn væri að fylgjast með. Skoðuðum síðan flugeldasýninguna sem mér fannst bara ágæt. Man ekki til að hún hafi verið neitt betri í fyrra.
Hittum Pá og Ró á leiðinni til baka og duttum inn á billjardpöbb þar sem ég tók að mér að gegna embætti klósettdyravarðar. Já þau eru virðingarverð embættin sem ég tek að mér.
Lögðum á ráðin um ferðalög næsta sumars sem gætu orðið ef allt fer að óskum eftirfarandi:
Þjórsárveragöngutúr [Líklega ferðin sem Palli mun eiga]
Nýi dalur - Laki [Líklega "IMG" ferðin]
Nýi dalur - Kverkfjöll [Myndi flokkast sem Stélbratt ferðalag]
Verður allt saman ferlega frábært og æðislegt ef það tekst allt saman.
No comments:
Post a Comment