Tuesday, August 12, 2003

Ótrúlegt hvað maður getur verið fljótur að gleyma
Það tekur mig svona nokkurn veginn 20 til 22 klukkutíma að gleyma því gjörsamlega að hafa farið allt of seint að sofa daginn áður. Eða jafnvel ekki nema svona 12 tíma að muna hvað ég var syfjaður í morgun.

Fór á línuskauta í ljósaskiptunum og þá hvarflaði þetta allt í einu að mér að ég hafi ákveðið hátíðlega í morgun þegar ég ætlaði bara alls ekki að vakna að ég bara yrði að fara fyrr að sofa í kvöld. Núna er samt komið eitthvað langt fram yfir miðnætti og ennþá er maður nú ekki sofnaður.

Ætli það sé kannski hægt að fá svefnpillur sem virka svona 12 klukkutíma fram í tímann. Þ.e. ég gæti tekið eina þannig í fyrramálið klukkan 11 fyrir hádegið og þá myndi ég sjálfkrafa fara að sofa klukkan 11 annað kvöld. [ppppssssst ekki segja neinum, ég held að þetta sé ekki til og maður getur örugglega orðið alveg ógissklega ríkur á því að fá einkaleyfi fyrir svona pillu....]

No comments: