Sunday, February 23, 2003

Um helgina sem er búin


Alveg frábær helgi. Gerði nokkuð sem ég hef ekki gert í heil tvö ár. Þegar ég drattaðist á lappir undir hádegi á laugardaginn þá tók ég eftir því að þvert á þær veðurspár sem höfðu komið í veg fyrir fjallaferðir í Botnsúlur eða Skjaldbreiði þá var bara sól og blíða. Systkinin voru því bara ræst út og haldið á skíði. Og það ekki gönkuskíði núna heldur sviguskíði. En á slík skíði komst ég aldrei í fyrra.

Heldur voru nú tilburðirnir stirpusalegir til að byrja með en ég datt ekki nema einu sinni og það bara út af því að ég var kominn út úr brautinni og hrundi niður úr einjhverri klakaskel og réði bara ekkin neitt við neitt eftir að skíðin ákváðui að renna undir klakaskelinni. Og þetta var eiginlega að verða ágætt hjá mér þegar birtan fór að verða erfiðari. Ég koms a.m.k. alltaf niður aftur. Geri aðrir betur

Fór síðan á alveg endemis góða bíómynd um hann Schmidt (About Schmidt) eða hvað hún heitir. Fannst myndin alveg ferlega góð á meðan ég var að horfa á hana en get samt alveg ómögulega komið því fyrir mig hvernig hún endaði. Hallast helst að því að hún hafi bara ekkert endað. Annars, hér með er auglýst eftir endi á myndina. Heiti góðu bloggi til heiðurs þess sem getur lagt fram einhvern almennilegan endi á myndina. Hún hlýtur því að hafa endað eitthvað því annars væri ég auðvitað ennþá að horfa á myndina þarna í Laugarásbíói!

No comments: