Wednesday, February 12, 2003

Það er dálítið fyndið
að komast að því by the hard way að kunna bara ekkert almennilegt fyrir sér í stafsetningu. Ég sem hélt að ég væri svo svakalega góður í stafsetningu síðan Gunnar Dal kenndi mér hinar aðskiljanlegustu stafsetningarreglur fyrir margtlöngu.

En núna hefur hin skelfilega staðreynd komið í ljós að ég kann ekki lengur baun í stafsetningu. Komið hefur nefnilega í ljós að mér var fyrirmunað að skrifa eftirfatalin orð rétt í stafsetningarprófi sem ég lenti alveg óvart í þegar ég í alsakleysi mínu sendi tölvupóst um daginn:

engann pening
Þetta var Gunnar Dal reyndar líklega búinn að kenna mér þar sem þetta flokkast undir 2enn í enda orðs.

ruggli
En mér finnst reyndar bara miklu flottara að hafa þetta með 2g

greigið
Ég held að Gunnar Dal hafi bara ekki kennt mér að skrifa þetta

Ernasnepplunum
Það sama og með rugglið en mér fannst sko bara flottara að hafa þarna 2p en 1p væri líklega réttara)

Grægjurnar
En það er sem sagt bara greinilegt að ég er gefinn fyrir að setja g einhvers staðar inn í asnaleg orð þar sem ekkert g á að vera


Kannski var ekki nema 10 ára ábyrgð á stafsetningarkennslunni hans Gunnars.




Og takk fyrir Sigga.
En allir aðrir,
ekki láta ykkur detta í hug
að þið vitið um hvað þessi tölvúpóstur fjallaði!


Og úr því að Sigga les kannski ekkert þetta blogg (efa það nú reyndar bara heilmikið) þá skilur enginn um hvað þetta fjallar, en það er svo sem allt í stakkasta lagi því mér finnst myndin af GD alltaf dálítið skondin.

Sérstaklega fullyrðinin um Ingimar kúk. ?! .... og myndin af bóndabænum og traktornum sem Markús teiknaði. Alveg er það með ólíkindum að maður skuli muna svona hluti. Þetta er líklega 17 ára gömul mynd. Yack ég er að verða forn!