Teljarar og leitarvélar
Eitt af því sem er fyndið eða skrýtið við vefsíður er að setja teljara á þær og sjá hvaðan þeir koma sem eru að skoða herlegheitin. T.d. var einhver um daginn að leita að sjálfum mér, þ.e. sló inn allt nafnið mitt og leitaði að því. Þar sem ég heiti að sjálfsögðu alveg einstöku nafni þá var örugglega verið að leita að mér. Mér sýnist meira að segja að þrír síðustu gestir á heimasíðunni minni hafi komið þangað eftir að hafa slegið inn nafnið mitt eða einhverja útgáfu af því á leitarvél. Síðan er a.m.k. tvisvar búið að leita að ferðafélaga mínum úr IMG, honum Steini Kára.
Aðrar leitir eru skrýtnari. T.d. um daginn var einhver að leita að werewolf henti á google.com. Og fann merkilegt nokk síðuna mína. Sama má segja um þann sem leitaði að: strange celebrations. Sá reyndar virðist hafa haft fyrir því að brávsa yfir 13 niðurstöður með undarlegum fagnaðarlátum áður en hann kom að síðunni minni. Einhvern vegin held ég að þetta fólk hafi nú ekki fundið það sem það var að leita að en samt, það fann í öllu falli bloggsíðuna mína!
Eins og einhver sagði einhvern tíman um þessar leitir allar saman: Hvaða fólk er þetta eiginlega?
No comments:
Post a Comment