Alveg er þessi þjóð ótrúleg
Ég ætla ekkert að segja neitt ljótt eða fallegt um lagið sem við sendum í Júróvísnunina en þetta er samt too much.
Þegar það er eitt lag sem skemmtilegt, nokkur sæmileg, sum léleg og önnur svona helst nothæf á átthagamóti heyrnalausra og jafnvel blindra, þá kemst eina almennilega lagið ekki einu sinni á blað! Varla furða að okkur gangi almennt ekki vel í þessari keppni þarna úti. Held bara að lagið okkar í fyrra hafi verið með þeim skástu sem við höfum sent því þá sendum við ekkert lag.
Annars er þetta lag núna samt skárra en það sem við sendum seinast þegar við fengum að senda lag. Það var nefnilega skelfilegt!
No comments:
Post a Comment