Og sem maður labbar í vinnuna þá getur maður séð margt skondið
Allt í einu heyrði Ragginn dularfullt hljóð nálgast. Annað hvort var þetta loftbelgur að hrapa, átta gata tryllitæki í hægagangi en með bilaðan hljóðkút ellegar einhver í morgunbíltúr með sprungið dekk. Og viti menn. Var þetta ekki það ótrúlegasta af þessu öllu. Kemur ekki gljáfægður hvítur Kádilljákur "DeVille" akandi Skipholtið með annað framdekkið gjörsamlega loftlaust og ökumaðurinn: Ingólfur Guðbrandsson með ágrætt hárið kolsvart og spegilgljáandi, sólbrúnn að vanda ekur bara áfram eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hægði svo aðeins á sér þegar hann nálgaðist Valhöll. Hefur eflaust fundið fyrir nálgæð bláu handarinnar og ákveðið að gera eitthvað í málinu. Tekur 145 gráðu beygju á punktinum (skil reyndar ekkert hvernig hann fór að því að taka þessa beygju með sprungt dekk að utanverðu í beygjunni) og plantar sér fyrir utan Hjólbarðahöllina til að fá bót sinna meina.
Ja þvílíkt og annað eins, ég verð að fara að stunda það að fara gangandi í vinnuna!
No comments:
Post a Comment