Algjör lúxus
Að taka við starfi af einhverjum sem er á póstlistum út um allan bæ. Fæ alls konar glaðning á hverjum degi. T.d. í dag fékk ég bara heilan konfektkassa frá Oddi!
Get reyndar ekki séð að ég sé neitt að fara að versla af þeim á næstunni en það er kannski bara þess vegna sem þetta er minnsti konfektkassi sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er sko lítill að utan en ennþá minni að innan. Viti menn það voru heilir 5 molar í honum. Fyrstir koma fyrstir fá ef ég verð barasta ekki búinn með hann áður en nokkur svöng súkkulaðiæta kemur hingað tíl mín.
No comments:
Post a Comment