Skil stundum bara ekkert í þessu
Hvernig maður fór að hérna áður fyrr. Fattaði allt í einu í morgun að það gengur ekki upp að bjóða fólki til sín í mat strax eftir vinnu og bókstaflega allt í eldhúsinu drulluskítugt eftir svall liðinnar viku. Hvernig fór maður að áður en uppþvottavélarnar komu til sögunnar.
Og tölvurnar! Í skóla þá skildi ég ekkert í því hvað fólk gerði í vinnunni áður en tölvurnar komu. Hvað í ósköpunum voru allir eiginlega að gera þarna í gamla daga? Skil bara ekki baun í því. Og hvernig fór maður sjálfur að því að geta unnið einhverja vinnu fyrir svona 8 árum áður en Internetið varð alegengt? skil þetta bara ekki.
Eftir nokkrar vikur þá fer ég eflaust að velta því fyrir mér hvað allir voru eiginlega að gera í vinnunni áður en bloggið kom til sögunar! hmm...
No comments:
Post a Comment