Bindindismálefni
Ja nú er maður lentur í vondum málum. Ég er búinn að narra sjálfan mig til að sinna ekkert koffínþörf minni í þessari viku sem er að byrja. Þ.e.ekkert kók, ekkert kaffi, ekkert te, ekkert kakó (því mér er sagt að það sé eitthvað örsmæðarkoffín í því líka).
Og þeir sem lesa þetta og vinna með mér eða sjá mig svona dags daglega. Vinsamlegast minnið mig á þetta ef ég lít út fyrir að ætla að klikka á þessu.
No comments:
Post a Comment