Myndavélapælingar
Annað sem ég gerði um þessa helgi var að leggjast í myndavélapælingar. Ég skil nefnilega eiginlega ekkert í mér að vera ekki búinn að fá mér stafræna myndavél fyrir löngu. Þegar ég fer til Köben verður látið verða af því (ef ekki fyrr, veltur á því hvort það er hægt að væla út afslátt í Beco).
Annað hvort held ég að Digilux frá Leica eða G2 / G3 frá Canon verði fyrir valinu, ef ég verð ekki grand á því og fæ mér D100 frá Nikon. Ef þú sem lest þetta hefur eitthvað vit á þessu og lest þetta líka áður en ég hef drekkt síðunni í myndum úr vélinni sem ég er þá búinn að kaupa, þá máttu alveg kommenta einhver góð ráð um hvað ég eigi að kaupa mér af þessu dóti.
No comments:
Post a Comment