Dagurinn í kaffibindindi að kveldi kominn
Ég veit nú ekki hvort þetta er kaffibindindið, það að ég fór að sofa allt of seint í gærkvöldi, hvort ég er að verða veikur, almennt að verða að aumingja eða bara að verða gamall. Fa öllu þessu illa þá hallast ég nú eiginlega helst að kaffibindindunu. En einkenning eru þau að yfir fréttunum áðan í imbanum þá bara lagðist ég á hliðina uppí sófa. Bara svona eins og rotaður. Rumskaði svo við að tölvan pípti útaf tölvupósti og sem ég reyni að lyfta hausnum þá er ég kominn með þennan líka hroðalegasta höfuðverk sem ég hef nokkurn tíman heyrt um hvað þá fundið.
En ... Frazier er að reyna að vekja mig og text það bara kannski. Ef ekki þá skal ég komast til meðvitundar á hlaupabretti í worldclass á eftir. Ef þetta reynist vera síðasta bloggið mitt ever og þið fréttið af ótrúlegu slysi í Worldclass, þá vitið þið hver það var.
No comments:
Post a Comment