Júróvisjón
Alveg er ég eina ferðina enn orðinn bit. Eftir að hafa heyrt eitthvað af lögunum í Júróvísjón þá var ég orðinn alveg sannfærður um að við ættum alfarið að hætta þátttöku í þessari keppni úr því við getum ekki komið með almennileg lög í keppnina. Það sem ég hafði heyrt þangað til áðan var þvílík hörmung. Svona eitthvað sem ætti helst heima á átthagamóti heyrnalausra. Jafnvel blindra líka. En þá gerðist undrið. Með morgunsúrmjólkinni kom allt í einu Heiða í Unun með þetta svakafína lag. Hefði bara ekkert á móti því að eiga það á diski. En það skiptir auðvitað ekki máli. Líkurnar á því að þjóðin velji lag sem mér finnst gott í þessa kepnni eru og hafa alltaf verið hverfandi.
Ef lagið með Heiðu verður ekki valið þá vona ég a.m.k. að það verði í staðinn lagið með Botnleðju. Það gæti orðið dálítið fyndið!
No comments:
Post a Comment