Dagur tvö í kaffibindindi
Það alveg svínvirkaði að hlaupa 5km á bretti í worldclass. Hausverkurinn fór út í loftið í gegnum svitaholurnar og merkilegt nokk þreytan fór sömu leið! Ég lifði þetta sem sagt af.
En samt....
Ég verð eiginlega að segja það að þetta kaffibindindi er með því kjánalegra sem ég hef tekið mér fyrir hendur um dagana. Ég er sko ekkert neitt háður kaffi, kaffibollinn er bara orðinn svo mikill hluti af mér sjálfum að ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera. Jæja, best að fylla á harry potter og fá sér vatna að drekka.
No comments:
Post a Comment