Stundum held ég að ég sé meira utan við mig en góðu hófi gegnir. Fyrir svona 15 mínútum settí ég geisladisk á. Þennan með berfættu kerlingunni frá Grænhöfðaeyjum sem getur drepið Snorra úr leiðindum. Og hvað hadiði? Ég er fyrst núna að átta mig á að ég gleymdi að kveikja á magnaraskrambanum þannig að ég hef bara verið að hlusta á skrölið í lyklaborðinu þessar mínútur. Ég er barasta ekki í lagi.
Nei ég er meira aðsegja ennþá verri. Þetta var ofan á allt annað einhver pjanó diskur en ekki neitt morðtilræði við Snorra. Gæti samt alveg ímyndað mér að pjanódiskar gætu drepið hann líka, jafnvel enn hraðar.... ætli það þurfi annars leyfi fyrir svona tónlist sem ég er alltaf að hlusta á og veit að fullt af fólki er með ofnæmi fyrir?
No comments:
Post a Comment