Niðurbrotinn maður
Veit núna ekki hvort ég er megaduglegur eða orðinn algjör aumingi. Druslaðist loksins í líkamsrækt eftir að hafa verið með töskuna í bílnum í meira en viku. Komst reyndar að því í gærkvöldi að það vantaði helminginn af því sem átti að vera í töskunni þannig að það var víst ekki nóg að hafa hana bara í bílnum.
En öll þessi tæki þarna í World Class eru alveg hætt að virka. Vigtin sýnir orðið allt of mikið og hlaupabrettin sýna allt of lítinn hraða og lítinn tíma líka. Eða hvað á það að þýða að geta ekki lengur hlaupið á 12 km hraða án þess að ætla að fara að springa. Þetta er algjört helv. drasl.
No comments:
Post a Comment