dagur þrjú í kaffibindindi
Ég held að ég sé alveg að ná tökum á bindindinu. Sérstaklega eftir að ég fékk það staðfest í gær að te væri leyfilegt í bindindinu. Enda mega svona bindindi aldrei vera hundrað % frekar en t.d. fasta múslima, þegar þeir mega ekkert borða yfir daginn en geta lagst í svallveislur á nóttunni!
Í gærkvöldi sem sagt bjó ég mér til hrásallat þar sem uppistaðan var telauf. Þetta var alveg himnenskt sallat og ég ætlaði bókstaflega aldrei að sofna loksins þegar ég var orðinn það mikið aftensaður að ég gæti lagst fyrir [grín].
Var síðan svo hýber hress í morgun að ég vaknaði kl. 6 og gat ekki sofnað aftur. Nenti reyndar ekkert strax á lappir en til að fullkomna hresleikann þá gekk ég í vinnuna! [og þetta var ekki grín]. Reyndar eftir að hafa fengið mér einn bolla með uppbleyttum telaufum.
[ps] Við tækifæri þá mun ég opna sérstakan uppskriftavef með áherslu á alls kyns sallöt. Þar verður m.a. telaufasallat Ragga með rúsínum. Einnig sérstakt baunasallat með völdum kaffibaunum.
No comments:
Post a Comment