Fyrsti dagur í KAFFIBINDINDI
Erfitt verður það. Þurfti náttúrlega að blogga langt fram yfir miðnætti í gærkveldi og er þess vegna langt frá því að vera vaknaður. Veit ekki hvort ég er farinn að þjást af sjóntruflunum strax út af koffein skorti eða hvort augun eru bara full af stýrum ennþá.
Sagði einum vinnufélaga frá kaffibindinu. Hann horfði skelfdur á mig og lýsti því snarlega yfir að hann ætlaði að forðast öll samskipti við mig þangað til í næstu viku.
Þetta verður erfitt. Og núna þarf ég að horfa á alla aðra þamba kaffi daginn út og daginn inn. Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa? Veit það ekki að kaffi er óholt og það er bindindisvika núna!
No comments:
Post a Comment