Wednesday, March 31, 2004

Ótrúlegt


Þessi snjór reyndist nú ekki jafn gagnslaus og ég hélt í morgun. Fór nefnilega til fjalla í foreldrahús mín uppi í Breiðholt og sá þá mér til mikillar undrunar að þar er bókstaflega allt á kafi í snjó.

Varð bara úr að eldamennsku var slegið á frest, hálft hvítlauksbrauð étið í snarhasti og svo bara ætt á skíði upp í Heiðmörk. Það var svakafínt. Fór með brójanum sem gat elt mig á hvítlaukslyktinni. Það er víst ótrúlegt hvað það getur komið mikil hvítlaukslykt af einu brauði sem maður skóflar í sig.

En þetta var megafínt nema reynda fannst mínum eðla bíl það ekki. Honum fannst nóg um snjóinn og endaði á því að skilja stóran hluta pústkerfisins eftir. Núna mega aðrir ökumenn fara að vara sig þegar ég kem askvaðandi, brúmmmm brúmmmmmm!

No comments: