Tuesday, March 30, 2004

Stundum veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta



En mér finnst þetta eiginlega vera ógeðslegt:





Hefur fókið virkilega enga hugmynd um út á hvað miðbæir ganga?

þessi bílabrúarhryllingur á að vera á því svæði sem átti að verða lykilatrði í uppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur til frambúðar og allir almennilegir miðbæir sem ég hef séð eða heyrt ganga út á fólk og þá gangandi fólk en ekki fólk sem er lokað inni í bílum. Ætli þessir spekingar sem eru ábyrgir fyrir þessum ósköpum í skipulagi hafi einhvern tíman fengið sér göngutúr undir brúnum í Elliðaárdalnum? Nei ekki á ég von á því. Ætli þeir hafi fengið sér göngutúr undir brúnum í miðbæ Kópavogs, já þessum í "Hjarta Kópavogs" í Hamraborginni þar sem ég held að fasteignaverð sé einna lægst á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagsklúðurs. Nei ég held ekki.

Skipulagsfræðingar: Hvernig væri að fá sér göngutúr?
það er nóg pláss fyrir svona brýr einhvers staðar annars staðar.

þegar ég horfi á myndina þá sé ég líka annað einkar skemmtilegt. Uppbyggingin miðast greinilega við það að tryggja örugga hraðbrautarumferð vestur í bæ og síðan líka niður Snorrabrautina. Þar tekur við Grettisgata, Laugavegur og Hverfisgata. það á greinilega ekki að vera mikið um það að fólk fái sér göngutúr í framtíðinni þarna. Enda miðast líka flest annað í uppbyggingunni í miðbænum við það að breyta honum í Ármúla eða Skeifu.

þessi Err listi er greinilega gjörsamlega handónýtur en spurning hvort það bjóðist eitthvað betra. ég veit eiginlega ekki hvert maður á að flytja til að flýja þessi ósköp. Og ekki heldur hvað maður þarf að kjósa til að breyta þessu.

Neibb.
Miðbærinn skal fá að þróast. Þar skulu fá að rísa upp umferðarmannvirki eins og á Elliðaárvog og þar skulu vera byggð nútíma verslunarhúsnæði eins og þetta sem Top Shop var næstum farið á hausinn eftir að vera ? (eða út af einhverju fóru þeir þaðan). Lengi lifi byltingin. Amen.

Nei þetta þýðir líklega ekkert. Reykjavík á að verða ljót bílaborg sem lítur út eins og eitt stórglæsilegt úthverfi.

Annars er Ármúlinn svo sem ágætur eins langt og hann nær. Ég vinn þar og það er ágætt að fara í göngutúr eftir vinnuvikuna út á Jensen en það á ekkert sameiginlegt við kráarrölt í miðbænum fyrir utan bjórinn.

Og ég hef ekkert á móti úthverfum í sjálfu sér en þau eiga bara að vera þar sem úthverfi eiga að vera.

Sjá nánar mbl.is

No comments: