Matarblogg
Einhvern tíman var ég beðinn um að skrifa aftur matarblogg. Þetta er nú reyndar í styttra lagi en þar sem karl faðir minn er núna sjókonuekkill þá ætla ég að bjóða honum upp á þetta í kvöld! Já hann er víst sá eini tiltækilegur þegar allir eru upp um fjöll og fyrnindi að skoða vatnafar, að djamma í Köben eða úti á sjó. Auglýst er eftir einhverjum fleiri lysthafendum til að koma í mat, það verður örugglega nóg til handa svona 4-5!
Reyndar mun ég líklega sleppa þessum kúrbít, bæta við risasveppum og papriku og var auk þess að hugsa um að malla með þessu einhvern suðrænan ávöxt ættaðan frá Asíu held ég sem ég man ekki einu sinni hvað heitir. Já og náttúrlega eitthvað fjölbreyttara krydd heldur en uppskriftin stingur uppá og reyndar aðeins meira úrval af hvítlauk.
En verður örglega rosa gott!
No comments:
Post a Comment