Bókamarkaðurinn í rokki og riggningu
Ef einhver heur verið kominn á þá skoðun að bókaþjóðin væri hætt að lesa bækur þá held ég að sá hinn sama fari villur vegar. Bókaþjóðin er að minnsta kost ekki hætt að kaupa bækur svo mikið er víst.
Ég hélt að það yrðí nú bara þægilegt að fara í bókamarkaðinn á sunnudagseftirmiðdegi þegar veðrið var með þeim hætti að einunis brálað fólk lætur narra sig út fyrir hússins dyr. En það var ekki aldeilis. Þegar ég kom á bílastæðið við Perluna leit það út eins og mikilvæur landsleikur stæði yfir. Þurfti næstum að fara yfir á bílastæðið hjá Veðurstofunni til að finna einhvern sæmilega löglegan stað fyrir bílinn. Hefði kannski átt að leggja þar og skamma þá í leiðinni fyrir þetta veður. En nei það er líklega ekki hægt. Þetta er er bara heiðarlegt íslenskt veður, rok og rigning og við stödd á Íslandi. Það er því ekki til neins að kvarta yfir þessu.
Þetta var svona langur gangur og eftir að hafa náð að læsa bílnum og hlaupa frá honum áður en hann opnaði sig aftur uppgötva ég mér til mikillar furði að hægri skórinn minn sem hefur reynst mér vel til margra ára og ekki rifnað nema tvisvar er farinn að verða eitthvað lasinn í rigningu. Var reyndar búið að gruna þetta en langlabb í vatnsveðri af verstu gerð virtist endanlega reynast honum um megn. Var því búinn að fá í aðra stórutána [vatn sko] og rúmlega það þegar ég kom inn í bókamarkaðinn.
Inni var allt yfirfullt af fólki sem mér sýndist að æddi í allar áttir. Fór strax að undrast það að ekki væru búnar til umferðarreglur þarna til að hafa eitthvað skipulag á galskapnum. Áttaði mig reyndar fljótlega á því að það voru einhverjar dularfullar reglur þarna og allir virtust vera að fara eftir þeim nema ég. Varð það til þess að það var alveg sama hvar ég fór, alltaf þurftu allir að ganga í öfuga átt miðað við mig og vera einhvers staðar fyrir mér þar sem ég ætlaði mér að skoða bækur. Þegar ég reyndi að standa aðeins álengdar til að vera ekki klesstur ofan í bókaborðið þá var alltaf einhver asni sem þurfti að troðast fyrir framan mig og skyggja á mig. Og síðan þegar ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara og vera fremst við borðið þá var einhver algjör frekja búin að planta sér fyrir aftan mig og leit á mig illileg á svip þegar ég leit við.
Þetta allt saman varð samt ekki til þess að ég endaði með fangið fullt af einhverjumn bókum sem ég les örugglega aldrei. Var reyndar kominn með fangið svo fullt á köflum að ég var farinn að vekja athygli og fólk líklega haldið að ég væri í einhvers konar hamsturskepni. Eða einhver sveitamaður sem hefði aldrei fyrr séð meira en tvær bækur í einu. Endaði með því að arka um með stóreflis körfu undir bókasafnið.
En hvað um það, er kominn heim að hita upp afganginn af kjúkling gærdagsins. Eins gott að það komu ekki fleiri í mat því þá ætti ég ekkert til að borða núna og myndi svelta heilu hungri. Svona er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Verð síðan upptekinn fram á kvöld við að komast að því hvaða afsakanir ég þurfi að búa til, til að útskýra af hverju í ósköpunum ég hafi keypt allar þessar bækur sem ég muni örugglega aldrei lesa. Svo fer mig líka að vanta svona einhvers konar bókaskáp. Ætli þeir fáist í IKEA?
Og af þvi að ég nennti náttúrlega ekki að fara að lesa einhverjar bækur þá fann ég mér próf á netinu í gegnum Stínu:
Fight Club!
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Held að ég hljóti að hafa misskilið þetta próf eitthvað eða prófið misskilið mig meira en lítið. En það er svo sem ekkert skrítið, það skilur mig enginn, ekki einu sinni ég sjálfur!
No comments:
Post a Comment