Wednesday, March 03, 2004

æji


Vaknaði upp með andfælum í nótt.

Eilífar símhringingar fólks utan úr bæ geta verið dálítið þreytandi. Sérstaklega þar sem tilgangur símtalsins er yfirleitt að selja manni einhvern fjárann sem mann vantar ekki neitt og langar ekki neitt í eða þá það er verið að gera einhverja fjárans könnunina.

Yfirleitt er ég mjög fær í að enda þessi símtöl og með andvarpi eins og "nei ekki núna", "nei hef ekki áhuga" eða ef ég hef einhvern örlítinn áhuga: "Vilti ekki senda mér bækling um þetta?".

En í gær var hringt til að gera könnun og ég stóðst ekki mátið þar sem þetta var Tækniskólanemi að gera könnun fyrir Íslenska Fjallaleiðsögumenn. Greip að sjálfsögðu tækifærið og lét uppi allar mína jákvæðar og neikvæðar skoðanir á því annars ágæta fyrirtæki, sem m.a. koma fram í þessari ferðasögu.

Var nú ekki meira að frétta af því fyrr en ég hrökk upp með andfælum löngu áður en ég ætlaði að vakna og þá var undirmeðvitundin búin að segja mér að gúlp, ætli ég hafi átt að þekkja spyrilinn úr Tækniskólanum?! Eiginlega fyndið ef það er raunin!

No comments: