Thursday, March 04, 2004

Umhverfisiðnaðarráðherrann okkar


Við erum lánsöm þjóð að hafa þvílíka ríkisstjórn sem við höfum valið okkur. Ég sá hana reyndar bara álengdar slæðukonuna hana Sif í sjónvarpinu í gær, enda var hún í yfirleitt þessum drepleiðinlega þætti þeirra pressukveldi. En ég heyrði eftir henni haft úr þættinum í fréttum í dag um frumvarpið hennar um verndun Mývatns og Laxár að:

ef ásættanleg lausn fyndist fyrir nátturu Laxár að þá yrði lögunum breytt í þá veru eða framkvæmdin miðuð við það.

Þetta er kannski ekki orðrétt en ef hún sagði eitthvað í líkingu við þetta þá er hún búin að segja þarna sé hún umhverfisráðherrann að leggja fram frumvarp sem hún veit að er ekki ásættanlegt frá náttúrverndunar sjónarmiðum! Einhvern veginn hélt ég að hennar hlutverk væri að leggja fram frumvörp sem miðust til að vernda náttúruna og reyna með ráðum og dáð að koma í veg fyrir önnur. En þetta er líklega allt einhver rangur misskilningur hjá mér og líklega misheyrðist mér hvað hún var að segja!

No comments: