En alveg er þetta undarlegt
Bush ætlar að halda tigninni með auglýsingaherferð sem gengur út á myndasýningu af bráðum þriggja ára hryðjuverki sem kostaði 3000 mannslíf á nokkrum mínútum og síðan margfalda þá tölu víðs vegar um heiminn vegna öflugra varnaraðgerða forsetans.
Og ef auglýsingaherferðin dugar ekki til þá treystir hann líklega á öflugan stuðning þegnanna fyrir að setja í stjórnarskrána bann vð því að samkynhneigt fólk fái að giftast hvert öðru!
Ég þekki svo sem ekki marga Bandaríkjamenn en ég get ekki trúað því að það séu til nógu margir aular þarna í USA til að kjósa manninn áfram yfir sig. Fólkið hlýtur að sjá að sér. EF það er eitthvað vit eftir þarna þá held ég að Ástþór Magnússon myndi eiga góðan séns í manninn! Ég veit a.m.k. ekki hvern skrambann ég myndi gera ef ég yrði að velja á milki þeirra tveggja. Reyndar líklega skila auðu.
No comments:
Post a Comment